Hæhæ

þetta virðist ætla að verða rigningarvikan mikla því við sjáum lítið í sólina og sjaldan þurrt hjá okkur.  En engin tapar samt gleðinni. Í gær var áframhald á spennandi brennókeppni milli herbergja og íþróttakeppnir. Fjögur herbergi voru með atriði á fjörugri og skemmtilegri kvöldvöku í gær og verða næstu fjögur í kvöld. Í útiveru var skemmtileg fótboltakeppni og spil/leikir í íþróttahúsi þvi það var svo mikil rigning. Þegar stelpurnar áttu von á bænakonunum sínum í gærkvöldi komu þær stelpunum heldur betur á óvart með dansandi náttfatapartý og fjöri. Margar voru mjög hissa en aðrar sögðust hafa vitað að þetta væri að fara að gerast, Í dag var svo pastasalat í hádeginu og kaka + kryddbrauð í kaffinu. Stelpurnar eru glaðar, kátar og jákvæðar og gaman að vera með þeim, auðvitað er alltaf pínu heimþrá í sumum en það er bara eðlilegt og eru allir foringjar alltaf tilbúnar að knúsa og hlusta.

Símatími forstöðukonu er milli 11.30-12.00 og minnum á að láta vita ef stelpan ykkar verður sótt fyrr og fer ekki í rútu heim. Endilega fylgist með myndunum sem bætast inn jafnt og þétt.

Bestu kveðjur úr Kjósinni, Hanna Lára forstöðukona