Hæhæ, eiginlega um leið og ég sendi póstinn í gær um rigningarvikuna okkar þá birtist sólin í smá tíma og var sá tími nýttur vel úti í leikjum, hoppa í hoppukastala og sulla í læknum. Það var dásamlegt að hafa sólina hjá okkur í smá tíma. En það er frekar þungt aftur yfir í dag. Við héldum skemmtilega kvöldvöku með næstu fjórum herbergjum að sýna atriði og var mikið sungið. Smá þreyta er í hópnum sem við vonandi náðum að sofa úr okkur siðustu nótt. Við fengum geggjaða kjúklingasúpu með snakki og osti í gær sem sló vel í gegn. Bakarinn á staðnum er örugglega uppáhaldsstarfmaður stelpnanna því þær fá alltaf eitthvað nýbakað og gott í kaffinu. Brennó og íþróttir héldu áfram í dag og núna kl 14.00 á að fara í göngu í réttirnar og leiki. Síðasta kvöldvakan sem stelpurnar sjá um er í kvöld og svo veisludagur á morgun, ótrúlegt hvað tíminn líður hratt. Hér er verið að spila, spjalla, búa til vinabönd og gera fléttur í hár….allt eins og það á að vera 🙂
Í gærkvöldi var auðvitað notað góða veðrið og þær sem vildu fara út að læk að bursta fengu það.
Það hafa nokkrir bent á að þeir finni ekki myndirnar frá okkur en þær eru að hlaðast einhversstaðar inn og margir samt búnir að sjá, gat ekki sett link beint hingað inn en setti hann á facebooksíðu Vindáshlíðar – svo ef þið farið þangað inn ættuð þið að sjá linkinn beint inn a myndirnar.
https://www.facebook.com/vindashlid.kfuk/ – fara inn á þennan link og þar er annar linkur inn á myndirnar.
Muna að hringja og láta okkur vita ef barnið ykkar verður sótt fyrir brottför á laugardaginn kl 15.00 eða fer ekki með rútunni.
Bestu kveðjur úr Kjósinni, Hanna Lára forstöðukona