Komið ôll sæl og blessuð

það var svo gaman og mikið að gerast í gær að það var enginn tími að setja inn fréttir… við fórum eftir úrslit í brennó í kjôttubolluhádegismat og síðan var ôllum skipt niður í hópa fyrir kirkjuferð. Sônghóp, skreytingahóp, leikritahóp og undirbúnings- og bænahóp. Eftir þá byrjuðu vinagangar þar sem var boðið upp á alls konar skemmtilegt í herbergjunum, eins og nudd, hàrgreiðslu, naglalakk, framtíðarspár og fleira. Kaffi var kl 16 og fóru stelpurnar svo að græja sig fyrir veislukvôldverð og Guðþjónustu í litlu Hallgrímskirkjunni okkar. Það var hátíðleg stund í kirkjunni þar sem allar voru svo sætar og prúðbúnar, sungum, sáum leikrit og fræddumst um kirkjuna. Samkvæmt hefðinni þá var fáninn sunginn niður og allir fara að “vefa mjúka” niður í hús. Þar tókum við myndir af herbergjunum með bænakonunni  sinni, svo settust þær saman við veisluborð þar sem var snædd dýrindispizza og djús. Yfir borðhaldinu voru veitt ýmis verðlaun og var gríðarleg stemning.

Um 20 leytið hófst veislukvōldvaka sem stóð til rúmlega 22.. stelpurnar skemmtu sér vel yfir frábærum atriðum foringja og var þvílíkt stuð að enda kvôldvōkuna dansandi við nýja júróvisionvindáshlíðarsōnginn.

Hugleiðing og kvōldvaka var sameinuð í setustofu og gæddu stelpurnar sér á ís meðan þær fengu að heyra fallega frásōgn með góðum boðskap. Bænakonur komu inn á herbergi og áttu góða stund með stelpunum fyrir nóttina.

Vakið var 9.30 í dag en þó nokkuð margar voru varnaðar fyrr. Þið getið átt von á mjög þreyttum en vonandi gríðarlega hamingjusōmum stelpum heim í dag 🙂

Brennómeistarar keppa á eftir við foringjana og síðan ætlum við að grilla pylsur og borða úti, þar sem loksins virðist vera þurrt og gott veður. Rútan fer kl 15 í dag og áætluð koma á Holtaveginn er um 16 leytið.

bestu kveðjur úr Vindáshlíð, Hanna Lára forstōðukona