Jólin voru haldin hátíðleg í fyrradag svo það var jólaþema yfir allan daginn. Stúlkurnar fengu cocopuffs ásamt því venjulega í morgunmat þar sem þær urðu Hlíðarmeyjar eftir að hafa gist í Vindáshlíð í þrjár nætur. Eftir morgunmat var Biblíulestur þar sem stúlkurnar lærðu meira um Jesús. Eftir Bilíulestur voru spilaðir brennóleikir og keppt í íþróttakeppni þar sem hoppukastalinn var notaður sem partur af þrautabraut. Í hádegismat var boðið upp á jólakjötbollur með kartöflumús og sósu. Í útiverunni fóru stelpurnar í leiðangur að fossinum Brúðarslæðu en þar er á sem þær máttu vaða og busla í, enda var mjög gott veður. Kaffitíminn var haldinn úti í góða veðrinu og boðið upp á kryddbrauð og kanillengjur (líkist smá piparkökum). Eftir kaffi héldu brennó- og íþróttakeppnirnar áfram og eftir kvöldmat var keppnin „Minute to win it“ haldin. Minute to win it gengur út á að það leysa ýmsar þrautir á innan við mínútu. Að keppni lokinni var boðið upp á ávexti og haldin hugleiðing. Þegar bænakonurnar áttu að koma inn í herbergi stúlknanna til að fara yfir daginn, kenna bænir og bjóða góða nótt, hófst jólaball í staðin. Á jólaballinu var svokallað „dance-off“ þar sem foringjar skiptust á að dansa. Svo var sungið hástöfum og dansað í kringum jólatrén þrjú en þau léku Pálína, Helga og María foringjar (allar í eins jólatrés búning). Jólaballinu lauk með nokkrum fallegum jólalögum sem foringjarnir sungu til þess að róa stúlknahópinn.