Í dag er brottfarardagur. Eftir morgunmat voru stúlkurnar sendar inn á herbergin sín til þess að pakka niður dótinu sínu. Þegar þær höfðu lokið því mikilvæga hlutverki hófst brennókeppni á milli foringja og brennómeistaranna, sem foringjarnir unnu. Að leik loknum fengu allar stelpurnar að vera með í brennó. Boðið var upp á pylsur í hádegismat og svo munu stúlkurnar fara upp í krirkju. Eftir kaffi og stund með bænakonum kemur rútan og skutlar stúlkunum á Holtaveg 28 þar sem foreldrar taka við þeim. Séu stúlkurnar á Instagram eða facebook þá geta þær fundið Vindáshlíð þar og fylgt okkur og fyrir áhugasama eru „highlights“ á Instagram sem stúlkurnar gætu haft gaman að. Ég vil líka minna á að á eftirfarandi vefslóð er hægt að finna ljósmyndir frá flokkinum: https://www.flickr.com/photos/kfum-kfuk-island/collections/72157629303373157/

Ég vil þakka ykkur fyrir að hafa treyst Vindáshlíð fyrir börnunum ykkar og vona að þau fái og vilji koma aftur að ári liðnu.

Kveðja, Ingibjörg forstöðukona