Það var mikið fagnað þegar stúlkurnar gengu inní
matsalinn í morgunmat og sáu Cocoa Puffs pakka á borðunum. Þannig er mál með vexti að allar stúlkur í Vindáshlíð vöknuðu sem formlegar Hlíðameyjar í morgun. Það er titill sem allar stelpur hljóta þegar þær hafa gist þrjár nætur í Vindáshlíð, eins og var tilfellið í morgun.

í útiveru dagsins fóru stelpurnar að Pokafossi og Brúðarslæðu, sem eru bæði fossar hér í umhverfinu. Kvöldvaka var haldin þar sem þrjú herbergi voru með atriði og foringjarnir stóðu fyrir leikjum. Eftir kvöldkaffi var svo hugleiðing þar sem stelpurnar lærðu um fyrirgefninguna.

Flokkurinn gengur mjög vel og hèr eru allir hressir og kàtir þrátt fyrir að sólin hafi yfirgefið okkur. Það er þó hlýtt og þurrt enn sem komið er.

kv. Tinna Rós – forstöðukona.