Sæl ôll

hér koma fyrstu fréttir úr 6.flokk… dagurinn í gær var þvílíkt frábær og skemmtilegur með gleðisprengjunum stelpunum ykkar. Við fengum sól og blíðu þrátt fyrir rigningaspá og nýttum við veðrið vel.  Stelpunum var raðað í herbergi og fóru allar að búa um sig og kanna svæðið. Meira en helmingur er að koma í fyrsta skipti og það er alveg sérlega skemmtilegt. Við fórum í ratleik til að kynnast svæðinu betur, brennó og íþróttakeppnir, sull í læknum, hopp og skopp í hoppukastala og bara endalaus gleði. Kvōldvakan var haldin í íþróttahúsi með hópleikjum og tónlist. Þegar kvōldaði gerði smá heimþrá vart við sig hjá sumum en þar sem foringjarnir hér eru ôllu vanir og sérlega góðir knúsarar þá gekk kvōldið og nóttin mjög vel. Flestar voru enn sofandi kl 9 þegar var vakið en þær sem hōfðu vaknað fyrr hōfðu laumað sér fram til að spjalla hljóðlega. Í dag var farið upp á fána að venju eftir morgunmat og svo Bilbliulestur þar sem var fræðst um séra Friðrik Friðriksson, ævi og stōrf. Nú eru allar farnar á stjá í brennó, íþróttakeppni, vinabandagerð  og margt fleira. Það er enn þurrt hjá okkur og við þôkkum fyrir það.

bestu kveðjur Hanna Lára, forstōðukona