Hæhæ… dagur fjōgur mættur í ōllu sínu veldi… sólin að reyna að brjótast fram eftir rigningu og enn meiri rigningu í gær og nótt. Stelpurnar eru svo duglegar, jákvæðar og flottar að það er hrein dásemd að vera hérna með þeim. Þær eru búnar að læra um fyrirgefninguna, hve orð geta sært, hve kærleikurinn er mikilvægur og að hafa gullnu regluna sem góða reglu í lífinu. Þær voru vaktar með úkúlele spili í morgun og fengu kókópuffs í morgunmat því reglan er að eftir þrjár nætur í Vindáshlíð er maður orðin alvōru Hlíðarmey og fôgnum við því með kókópuffsi. Í dag lærðu þær um Biblíuna og nýja testamenntið, fletta upp og hvernig hún skiptist niður. Undanúrslit í brennó verða eftir kaffi í dag…mikil spenna þar í gangi og íþróttakeppnirnar eru á sínum stað. Í útiveru í dag ætlum við að prófa nýjan leik, Vindashlíðaleika, sem vonandi heppnast vel hjá okkur.

Endilega skoðið myndirnar – bætist stōðugt við…. svo sjáumst við á LAUGARDaGINN á Holtaveginum kl 16 þegar við komum í bæinn 🙂

bestu kveðjur, Hanna Lára, forstōðukona