Hæhæ.. hér er stuð og hér er gaman, sólin skín og hvasst en ótrúlegt hvað tíminn flýgur og veisludagur kominn. Við sváfum allar vel, fengum okkur morgunmat áður en við fórum í hópa til að undirbúa Guðsþjónustu í kirkjunni okkar á eftir. Hóparnir voru, skreytingahópur, sônghópur, leikritahópur og bæna – og undirbúningshópur. Þeir gengu allir glimrandi vel og svo var farið í hádegismat, steiktan fisk og franskar. Núna kl 13.30 verða svo úrslitaleikir í brennó áður en vinagangar og hárgreiðslukeppnin byrjar.

Það væri voða gott að þeir sem ætla að sækja upp í Vindáshlíð á morgun og eru ekki búnir að segja okkur klukkan hvað að hringja og láta okkur vita. Við erum ekki að hvetja fólk til þess að sækja vegna covid-aðstæðna en auðvitað þurfa sumir að gera það… bara láta okkur vita. Takk 🙂

Meira um veisludag og lokadag á morgun…muna skoða myndir

B.kv. Hannna Lára, forstôðukona