Heil og sæl…
Nú stendur yfir brennóleikur á milli foringja og brennómeistara 6.flokks. Það er alltaf mikil stemmning yfir því og allar mættar að horfa niðri í íþróttahúsi. En veisludagurinn í gær var algjōr dásemd. Vinagangur var æði, boðið upp á nudd, hárgreiðslu, stjôrnuspa, naglalōkkun og margt fleira. Mjög hátíðlegt var að fara saman í Guðsþjónustuna í kirkjuna okkar kl 17 og fara svo saman í mat eftir á þar sem foringjar voru búnir að skreyta salinn, kveikja á kertum og leggja fallega á borð. Pizzurnar runnu ljúflega niður og var kvōldvakan svo þvílík skemmtun. Leikritin voru svo skemmtileg og stelpurnar hlógu og hlógu. Við enduðum kvōldið í setustofunni, japplandi á ís að hlusta á sôgur. Það er ótrúlega skrýtið að við séum að fara heim á eftir…
munið að skoða myndir með stelpunum þegar þær koma heim svo þær geti sagt ykkur frá ōllu.
Sjáumst á Holtaveginum um 16 á eftir 🙂
B.kv. Hanna Lára, forstōðukona