Tíminn flýgur og áður en við vissum af var kominn veisludagur í gær. Ekkert smá skemmtileg vika að baki og það hefur verið yndislegt að sjá vinkonubönd styrkjast og fullt af nýjum vinkonusamböndum myndast.

Í gær var fánahylling eftir morgunmat og morgunstund með forstöðukonu þar sem við ræddum um bænina. Fyrir hádegismat var úrslitaleikurinn í brennó en Furuhlíð stóðu uppí sem sigurvegarar. Veisludagskráin hófst formlega eftir kaffi með fallegri stund í kirkjunni en svo var “vefað mjúka” (gömul hefð í Vindáshlíð) alla leið niður á fótboltavöll og inní setustöfu. Foringjar höfðu þá skreytt matsalinn gullfallega og endurraðað borðunum og í matinn var heimabökuð pizza. Á meðan stelpurnar borðuðu voru viðurkenningar, bikarar og kórónur veitt fyrir árangur í keppnum og svo hélt fjörið áfram niðri í kvöldvökusal þar sem foringjar gerðu leikrit og skemmtu stelpunum.

Núna er stelpurnar að klára að pakka og ætla svo að halda niður í íþrótta hús fyrir hádegismat. Lokastund verður á eftir í kirkjunni og rútan leggur af stað í bæinn rétt uppúr kl 15.

Við í Vindáshlíð erum mjög þakklátar því af hafa fengið að kynnast þessum góða hóp og flottu einstaklingum og vonumst til að sjá sem flestar að ári liðnu.

Ég minni á myndir úr flokknum á eftirfarandi slóð: https://www.flickr.com/photos/kfum-kfuk-island/sets/72157715201409767/

Alla óskilamuni má nálgast á skrifstofu KFUM og KFUK á  Holtavegi 28. Foreldrar og forráðamenn mega gjarnan líta yfir óskilamunaborðið í dag þegar stelpurnar verða sóttar.

Sjáumst á Holtavegi rétt fyrir kl 16!

 

Bestu kveðjur,
Kristín forstöðukona