Í dag var mamma mía þemadagur þannig að stelpurnar voru vaktar með gangandi hótelgestum og Super Truper í hátalarakerfi, alltaf fjör í hlíðinni. Næst tók við morgunmatur þar sem foringjar byrjuðu skemmtidagskrá dagsins með því að vera með svokallaða tella novella þætti, fánahylling og biblíulestur. Fyrir hádegismat var svo haldið áfram með íþróttakeppnir (jafnvægiskeppni, broskeppni og tímaskyn) og Brennó. Í hádegismatinn var hakkréttur með frábærri kartöflumús og héldu foringjar áfram með þáttinn. Eftir hádegi fengu stelpurnar smá tíma til að leika sér inni og úti þangað til að útivera myndi byrja. Í Útiveru í dag fóru stelpurnar allar niður í Íþróttahús í Vindáshlíð Next Top Model, þar sem þær fá úthlutaðann ruslapoka, bönd, skæri og svo þarf ímyndunaraflið að fara í gang til að búa til einhverja flotta flík. Eftir útiveru tók við Kaffi og fengu þær ljúffenga jógúrtköku og kanillengjur. Íþróttakeppnirnar og brennó fóru aftur í gang eftir kaffi og inná milli þeirra var frjáls tími. Næst kom að Kvöldmatnum og stelpurnar voru mjög glaðar þegar þær sáu að það var Tortillur í matinn. Kvöldvakann byrjaði svo um 20 og þá fengu stelpurnar val á milli þess að horfa á mamma mia 2 eða fara í brennó. Enduðum daginn saman á smá kvöldsnarli og hugleiðingu.

 

Kveðja

Andrea Forstöðukona