Í dag var Harry Potter dagur og voru stelpurnar vaktar og fengu öll herbergin bréf frá Hogwarts. Þegar þær gengu inn í matsal til að fara í morgunmat tók á móti þeim skreyttur salur. Næst fóru þær í fánahyllingu, biblíulestur og Íþróttakeppnir ( húshlaup og buxnakeppni ). Í hádegismat tóku karakterar úr Harry Potter myndunum á móti þeim í matsalnum og voru á vappi á meðan þær borðuðu hakkabuff. Útivera dagsins var svo Harry Potter Leikurinn sem gegnur út á það að stelpunum er flokkað niður í fjórar heimavistir og þurfa að komast á milli fjagra stöðva þar sem persónur úr myndunum eru með þrautir, enn þær þurfa einnig að passa sig að vitsugurnar ná þeim ekki. Næst tók við Kaffitími og fengu þær pizzasnúða og köku. Eftir kaffitímann tók svo aftur við brennó, íþróttakeppni og æfingar fyrir hæfileikakeppni kvöldsins. Kvöldmatur tók svo við og fengu þær fisk í karrýsósu. Vindáshlíð got Talent byrjaði svo og fóru stelpurnar á kostum og sýndu frábær atriði. Stelpurnar héldu svo að við værum að fara að enda daginn eins og venjulega með kvöldsnarli, hugleiðingu og bænó enn þegar þær voru tilbúnar í ró þá komu foringjar syngjandi niður tröppurnar „ hæ hó jibbí jei og jibbí jei það er komið náttfatapartý“ og byrjaði þá náttfatapartý. Eins og alltaf í náttfatapartýjum endum við á því að vera með atriði og í þetta skipti var Júróvisiion Vindáshlíðar og stigu margir þekktir söngvarar á svið eins og Daði Freyr, Jóhanna Guðrún, Sylvía Nótt og Lorde frá Finnlandi (foringjanir í misgóðu gervi). Eftir mjög annansamann dag fóru þær að sofa enn ætlum að sofa aðeins lengur í fyrramáli.

 

Kveðja

Andrea Forstöðukona