Í dag var annar þemadagur og í þetta skipti var það útileguþema. Foringjar vöktu stelpurnar klæddar í ullarpeysur eða útifötum og voru með lífið er yndislegt í hátalara. Morgunmatur gekk eins og venjulega enn vegna þess að veðrið var ekki alveg í liði með okkur ákváðum við að hafa fánahyllinguna inni. Biblíulestur kláraðist og fóru stelpurnar í sitthvora áttina, í brennó eða íþróttakeppni ( ljóðakeppni, stigahlaup og orðakeppni). Í hádeginu voru spiluð útilegulög og tóku foringjar skemmtileg atriði á meðna stelpurnar borðuðu heimalagað bláberjaskyr. Í útiveru var svo vinsælasti leikurinn í vindáshlíð settur í gang, það er flóttinn úr vindáshlíð. Leikurinn gengur út á það að stelpurnar eru að reyna að flýja úr Vindáshlíð og finna hjálparmenn sem eru faldnir einhverstaðar í skóginum á meðan þær þurftu að passa sig á foringjum sem voru að reyna að ná þeim. Þegar leikurinn endaði fóru stelpurnar í kaffi, þær fengu bananabrauð og heimsþekktu Amerísku súkkulaðibitakökur sem eru alltaf í uppáhaldi hjá öllum sem koma í Vindáshlíð. Eftir Kaffi var komið að undanúrslitum í Brennó þar kepptu Birkihlíð, Furuhlíð, Eskihlíð og Barmahlíð. Í kvöldmatinn var svo lasagna og skemmtiatriði foringja. Í kvöldvöku var Éttu Pétur og Varðeldur (inni). Svo enduðum við kvöldið á kvöldsnarli og Hugleiðingu.

 

Kveðja

Andrea Forstöðukona