Laust undir kvöld renndi rúta með 29 æsispenntum stúlkum í hlað í Vindáshlíð. Hópurinn hefur þegar náð vel saman og mikil skemmtun hefur verið fólgin í því a þessu fyrsta kvöldi að finna uppá sameiginlegum vinum þvert á hverfi eða jafnvel Sveitafèlög.
Herbergin tóku þátt í sínu fyrsta hópefli í kvöld þegar þau skreyttu piparkökuhús saman. Það ævintýri var mjög fjörugt og aðeins 50% húsana stóðu heil að skreytingu lokinni. Hin lentu i “jarðskjálfta” – en stúlkurnar létu það þó ekki stöðva sig og skreyttu rústirnar listavel.
Hugleiðing kvöldsins fjallaði um jólin, af hverju við höldum þau hátíðleg og af hverju aðrir halda þau hátíðleg. Við ræddum um mismunandi hefðir, og undirstrikuðum það að hér væri um að ræða hátíð ljóss og friðar. Það var tengt umræðunni um að Jesús segist vera ljós heimsins.
Dagurinn endaði svo með því að hvert herbergi átti gæðastund með sinni bænakonu, þar sem lesin var jólasaga og farið var með lýsingarorðasögu.
Á meðan stúlkurnar sváfu sætt og rótt laumaðist Stekkjastaur í heimsókn, á leið sinni í Reykjavík. Þar sem jólasveinarnir eru þó örlítið hræddir við hópa af unglingsstúlkum þá gerðum við þeim þann greiða þó að skilja eftir skónna okkar í gluggunum á matsalnum. Þannig gæti hann gefið gjafirnar an þess að þurfa að hætta á að vekja unglingsstúlkur að sem hann hræðist svo.
Á morgun er svo fulli dagurinn okkar, og við biðum allar spenntar eftir þeim ævintýrum sem hann mun eflaust bera með sér.
Jólakveðja,
Tinna Rós – forstöðukona