Í dag vöknuðu stelpurnar eldsnemma enda spenntar fyrir deginum. Í morgunmat var morgunkorn og hafragrautur fyrir þær sem vildu. Eftir morgunmat var fánahylling sem er gömul og góð hefð hér í Vindáshlíð en svo var haldið niður í kvöldvökusal á morgunstund með forstöðukonu. Í framhaldi af því hélt brennókeppnin áfram ásamt íþróttakeppnum og föndurgleðinni.

Eftir að búið var að fá sér vel af Lasagna í hádegismat var komið að útiveru dagsins. Að þessu sinni fórum við í ævintýragöngu um svæðið okkar í Vindáshlíð þar sem var endað hjá Pokafossi og heyrt söguna á bakvið nafnið á fossinum sem slær alltaf í gegn. Í kaffitímanum voru amerískar smákökur og smurt brauð. Eftir kaffi var svo enn og aftur frjáls tími þar sem var keppt í brennó og íþróttum og haft það notalegt fyrir þær sem vildu.

Í kvöldmatinn voru Tortillas en svo tók kvöldvakan við þar sem þau herbergi sem áttu eftir að vera með atriði sýndu listir sýnar. Loks var kvöldkaffi og hugleiðing þar sem við heyrðum stutta sögu um hugrekki og að gfast ekki upp. Við lærðum um það að Jesús vill alltaf vera með okkur, bæði þegar að okkur líður vel og þegar að okkur líður illa.

Þegar að stúlkurnar voru komnar í náttföt og voru á leið upp í rúm komu foringjarnir þeim að óvörum og sungu: „hæ hó jibbý jei og jibbý og jei það er komið náttfatapartý“.Stelpurnar voru ekkert smá ánægðar með náttfatapartýið. Við dönsuðum uppi á borðum, fórum í leiki en svo kíktu líka nokkrir skemmtilegir gestir til okkar og glöddu stelpurnar, það var prins charming, prinsessa og dreki. Þau trölluðu aðeins en gáfu svo stelpunum frostpinna við góðar undirtektir.

Það fóru því vel þreyttar er hrikalega glaðar stelpur á koddan hér í Hlíðinni í kvöld.

Ég minni aftur á símatíma alla daga milli 11:30 og 12:00 í síma 566-7044 ásamt instagramminu okkar (@vindashlid) og myndum frá flokknum inn á https://www.flickr.com/photos/kfum-kfuk-island/albums/72157719395541144

Bestu kveðjur,
Elísa Sif forstöðukona