Hæhæ… hér er sólin aðeins farin að láta sjá sig og mikil gleði sem fylgir því. Í gær fóru stelpurnar niður að réttum og var rosa fjör í leikjum þar. Í kvöldmat var mexico-súpa sem skolaðist vel niður. Brennóleikir og íþróttir héldu áfram, jafnvægiskeppni og danskeppni. Í dag verður svo kraftakeppni og broskeppni. Stelpurnar fengu grjónagraut í hádegismat og héldu af stað saddar og sælar í göngu að Pokafossi og Brúðarslæðu, þær sem vilja dýfa tánnum í ána tóku handklæði með en hinar sem vildu bara vaða í stígvélum fóru í þeim. Við höfum rætt á hugleiðingum hvað orð geta sært og að við þurfum að bera virðingu fyrir öllum sama hvaða skoðun við höfum, allir eru einstakir og mega vera eins og þeir eru. Á Biblílestri í dag heyrðu stelpurnar um Séra Friðrik Friðriksson og upphaf KFUK/M á Íslandi. Það hefur komið upp nokkur heimþráartilfelli en það er mjög eðlilegt og við erum öllu vanar hér, erum duglegar að knúsa og hrósa og vonum að öllum takist að vera allan tímann með okkur. 🙂

Minni aftur á að rútan kemur á laugardaginn kl 15 á Holtaveginn, ekki föstudag. Myndirnar koma inn hægt og örugglega en ég vona að þið séuð að fylgjast með okkur.

Bestu kærleikskvðejur úr Hlíðinni, Hanna Lára, forstöðukona