Hæhæ… hér er svo mikið stuð og gaman að það „gleymdist“ í smá stund að setja inn nýjar fréttir. Vonandi eruð þið samt að skoða myndirnar sem við dælum inn óspart og hlaðast inn nýjaar á hverjum degi. Það var ofsalega gaman í ferðinni í gær þar sem farið var á Brúðarslæðu og Pokafoss, í kaffinu fengu stelpurnar svo flotta súkkulaðiköku að einhver sagði að þær litu út eins og brúðartertur. 🙂
Brennó og íþróttir voru að vanda og eins í dag, keppt í handstöðukeppni og hlaupaspurningarkeppni. Í hádegismat var svokallað „spaslasagna“ sem sló í gegn. (Spagettílasagna).
Í gærkvöldi var búið að sannfæra alla um að það yrði ekki náttfatapartý í þessum flokk vegna ýmissa ástæðna svo það kom þeim heldur betur á óvart þegar allt fór í gang og þær sóttar inn á herbergi til að dansa upp á borðum og vera í dúndrandi stemningu í partýi. Eftir frábært kvöld sofnuðu allir sælir og sváfu í alla nótt. Við leyfðum smá „útsof“ eða til 9.30 og voru flestar enn sofandi þegar komið var að vekja þær.
Áfram hélt stuðið í dag með geggjuðum ratleik milli herbergja og stóðu allar sig frábærlega. Það er ótrúlegt að það sé veisludagur á morgun – dagarnar fljúga áfram <3 Þær lærðu um fyrirgefninguna í dag og munu heyra um hvað við erum allar hæfileikaríkar og einstakar í kvöld 🙂
Ef þið ætlið að sækja hingað upp í Vindáshlíð þá væri gott að vita af því fyrirfram, nokkrir búnir að láta vita, annars sjáumst við hress á laugardaginn kl 15 á Holtaveginum.
Stuð og kærleikskveðjur úr Hlíðinni, Hanna Lára