Heil og sæl

Hér er komið rok og leiðindaveður en við vöknuðum allar glaðar og kátar því það er veisludagur!! 🙂 Okkur finnst samt ótrúlegt að vikan okkar saman sé að klárast á morgun. Í morgun töluðum við um kærleikan, umburðalyndi og koma fram við alla eins og við viljum að komið sé fram við okkur, stelpurnar eru mjög dulgegar að hlusta og meðtaka það sem við segjum og erum við virkilega ánægðar með þær. Fyrir hádegi var svo undanúrslit og úrslit í brennókeppninni frægu og unnu Skógarhlíð að þessu sinni. Núna eru stelpurnar í hópavinnu til að undirbúa Guðsþjónustuna okkar í litlu Hallgrímskirkjunni okkar. Það er bæna – og kærleikskúluhópur, sönghópur, leikritahópur og skreytingahópur. Síðan áður en haldið verður í kirkjuna höfum við kaffi og vinagang – þar sem stelpurnar græja sig fyrir kvöldið og bjóða upp á ýmislegt í herbergjunum sínum fyrir þá sem vilja, t.d nudd, naglalökkun, hárgreiðslu, slökun og fleira skemmtilegt. Síðan hringja kirkjuklukkurnar að verða 18 þar sem við förum spariklæddar og höldum Guðþjónustuna, förum svo „Vefandi mjúka“ niður í hús (spyrjið stelpurnar um hvað það er) og þá er haldið í pizzuveislu þar sem verður skemmtilegt borðhald, sungið, veitt verðlaun og haft gaman. Síðan hefst kvöldvaka í umsjón foringja þar sem við stefnum á mikinn hlátur og gleði 🙂

Fylgist endilega með okkur á öllum miðlum, hér dælum við inn myndum og gaman að leyfa stelpunum ykkar að skoða þær þegar þær koma heim. https://www.flickr.com/photos/kfum-kfuk-island/sets/72157719443783343/

Sjáumst svo á morgun, laugardag á Holtaveginum um 15-leytið 🙂

stuðkveðjur úr Kjósinni, Hanna Lára