Jæja, stelpurnar fengu að sofa aðeins út eftir náttfatapartý og voru vaktar kl 10 með kántrýtónlist. Í morgunmatnum tók við ameríski fáninn, stelpurnar fóru með borðsönginn á amerísku og sungu svo fánasönginn einnig á amerísku.

Eftir fánahyllingu komu stelpurnar niður í kvöldvökusal og hlustuðu á biblíulestur um virðingu. Hugtak sem ég hef predikað soldið yfir þeim þessa daga hér. Mikilvægi þess að sýna hvor annarri virðingu, húsinu og foringjum og ekki síst þeim sjálfum.

Í hádegismat var Olli eins og við köllum plokkfisk í Vindó, hann sló í gegn hjá flestum. Útiveran í dag innihélt geggjaðann leik sem heitir Amazing race þar sem stelpurnar klára þrautir til að sigra.

Kaffið innihélt súkkulaðikökur með litríku kremi og í kvöldmat voru hamborgarar og franskar. Í gegnum daginn hafa foringjarnir dansað kúrekadans fyrir stelpurnar með stæl, það er svona þegar það eru amerískir dagar;) í kvöldkaffinu fengu stelpurnar amerískar smores og enduðu svo kvöldið á hugleiðingu.

Frábær dagur á enda og stelpurnar komnar í ró með bænakonu <3

 

-marín hrund forstöðukona