Nótt 2 búin og allt gengur eins og í sögu.

Í gær var mjög skrítinn dagur en stelpurnar voru vaktar og þegar þær komu niður biðu foringjarnir allir öfugsnúnir, fötin á röngunni og nærfötin yfir og buðu þær velkomnar í kvöldkaffi. Í kvöldkaffinu var þögn eins og venjulega og strax eftir kvöldkaffið (morgunmatinn) fóru stelpurnar í hugleiðingu sem byrjaði einmitt á kvöldsöngnum. Allt frekar skrítið.

Í kvöldmatnum(hádegismatnum) voru vefjur með hakki og grænmeti sem slógu rækilega í gegn. Eftir matinn fóru stelpurnar í „kvöldvöku“ þar sem þær hittust niðri í kvöldvökusal og fóru í Minute to win it keppni. Þar höfðu þær mínútu til að klára ákveðnar þrautir sem vory ýmiss konar, t.d að raða nokkrum orðum í stafrófsröð, drekka ógeðisdrykk og giska á innihaldið og fleira fyndið og skemmtilegt.

í kaffitímanum var morgunmatur (séríos, kornflex og súrmjólk) og hádegismaturinn(kvöldmatur) var skyr og brauð. Stelpurnar voru vel þreyttar á þessum öfugsnúnu matartímum.

Útiveran um morguninn (kvöldið) var ævintýragönguferð að pokafossi þar sem þær hittu ævintýraverur og sögu.

Eftir kvöldkaffið og hugleiðingu fóru stelpurnar inn í herbergi og biðu bænakvennanna. Hins vegar slóst upp í partý þegar foringjarnir komu hlaupandi inn á gang og sungu: Hæ hó jibbí jei, það er komið náttfatapartý. Náttfatapartýið innihélt dans uppi á borðum, söng, leikrit, gleði og ís.

Ég vona þið hafið skilið þetta bull haha, dagurinn vel skrítinn og öfugsnúinn. Frábær dagur á enda og stelpurnar sofnuðu sælar, þrátt fyrir að þurfa smá auka tíma til að ná sér niður eftir kvöldið 🙂

-Marín Hrund forstaða