Hæhæ

hér gengur allt glimmrandi vel og mikið stuð, brennó og rúsínuspýtinar voru kláraðar fyrir mat og fengu stelpurnar kjúlla í hádegismat. Þar sem það er sól og hlýtt var ákveðið að fara í sullgöngu að Brúðarslæðu, foss og læk hér nálægt þar sem hægt er að sulla og leika sér. Þær fóru glaðar af stað með nesti um 14 og ætla að vera til um 16. Þá hefjast aftur brennóleikir, íþróttir, föndur og fleira skemmtilegt. Næstu herbergi verða með kvöldvöku í kvöld og ætlum að hafa mikið fjör að vanda.

Ég veit að sumar eru að fara á símamótið eða útilegu og verða sóttar fyrr en það er gott að fá símtal um það hvenær við eigum von á ykkur. Annars komum við á Holtaveginn á laugardaginn kl 15 og sjáum ykkur kátar þá 🙂

Það bætist stöðugt í myndaalbúmið okkar svo endilega fylgist með https://www.flickr.com/photos/kfum-kfuk-island/sets/72157719498313163/

Bestu kveðjur úr Hlíðinni, Hanna Lára forstöðukona