Í dag komu um 80 hressar stelpur í hlíðina til okkar. Eftir að stelpurnar fengu að vita herbergin sín og koma sér fyrir var hádegismatur í matinn var grjónagrautur. Eftir hádegi var dálítill frjáls tími þar sem stelpurnar nýttu í að kynnast betur.Næst á dagskránni er útivera og í henni fóru stelpurnar í ratleik um svæðið. Eftir útiveruna tók við Kaffi og fengu þær dýrindis jógúrtköku og döðubrauð. Næst tóku við íþróttakeppnir og brennó leikir fram að kvöldmat. Í matinn var steiktur fiskur að Vindáshlíðar sið. Næst er komið að kvöldvöku og í kvöld fóru þær allar niður í Íþróttahús í hópleiki. Þær komu allar mjög þreyttar til baka og fengu smá kvöldsnarl og fóru svo í hugleiðingu þar sem við enduðum frábærann fyrsta dag saman hér í Vindáshlíð.
Hlökkum til næstu daga
Kveðja
Andrea Forstöðukona