.

Fyrsti morguninn saman í Vindáshlíð kominn og stelpurnar vöknuðu allar mjög hressar og kátar. Byrjuðum daginn á að borða morgunmat svo var farið beint upp að fána. Eftir fána var biblíulestur þar sem stelpurnar lærðu að fletta upp í biblíunni. Næst tók við Brennó, íþróttir, sturtur og föndur. Í hádegismat í dag var Lasagna og borðuðu stelpurnar ofboðslega vel. Í útiveru fóru svo stelpurnar í göngu að réttum sem eru rétt hjá okkur og fóru í réttarleikinn, leikurinn snýst út á að bændur (foringjar) eru að elta kindur (stelpurnar) og flokka þær í rétt hólf. Stelpunum finnst þessi leikur óstjórnlega skemmtilegur og komu allar mjög ánægðar til baka. Kökulykt tók á móti þeim og fengu þær kanilsnúða með glassúr og heimagerðar lummur. Eftir kaffi fóru þær aftur í Brennó, íþróttir, föndur og nú bætist við undirbúningur fyrir kvöldvöku. Í kvöld sýndu fjögur herbergi þau Reynihlíð, Hamrahlíð, Furuhlíð og Barmahlíð. Í kvöldmatinn var skyr og pizza brauð. Kvöldvakan var frábær og stóðu öll herbergin sig eins og hetjur, atriðin voru vel gerð og fyndin. Við enduðum svo daginn saman á kvöldkaffi og hugleiðingu eða það var sem stelpurnar héldu. Þegar allar voru komnar í náttföt og tilbúnar í bænó með bænakonum, komu allir foringjarnir niður klæddir í náttföt og syngjandi „hæ hó jibbí jei og jibbí jei það er komið náttfatapartý“ og fjörið hófst á ný. Stelpurnar fengu að koma inn í matsal og dans og syngja enn fóru svo inn í setustofu þar sem foringjarnir héldu uppi fjörinu. Í lokin fengum við heimsókn frá Tóta Táálf sjálfum og kom hann færandi hendi og gaf stelpunum ís.

 

Frábær dagur að enda og hlökkum til að skemmta okkur meira á morgun

 

Kveðja

Andrea Forstöðukona