Í dag vöknuðum við aðeins seinna eftir hamagang gærkvöldins. Morguninn gekk eins og vanalega og fóru þær í morgunmat, fána og biblíulestur. Í dag töluðum við um bænina og komu nokkrar stelpur með frábærar frásagnir frá bænarsvörum sem þær hafa fengið og það gerði stundina margfalt yndislegri. Næst var komið að íþróttakeppnum, brennó og föndri. Í hádegismatinn var kjúlli og franskar, það kom ekki á óvart að þær borðuðu matinn mjög vel. Eftir mat var svo farið í göngu að brúðarslæðu þar sem stelpurnar fengu að vaða í vatninu og skemmtu sér flestar mjög vel. Enn og aftur tók á móti stelpunum dýrlegur kökuilmur þegar þær komu heim úr göngunni. Í þetta skipti var sjónvarpskaka og amerískar súkkulaðibitakökur sem eru í miklu uppáhaldi hjá öllum sem hafa smakkað!. Áfram hélt dagskrá og brennó, íþróttir, föndur og undirbúningur fyrir kvöldvöku tók við fram að kvöldmat. Í matinn var mexikönsk súpa og heimagert brauð, það kvartar engin yfir því!. Loks var komið að kvöldvöku þar sem önnur fjögur herbergi tóku við með frábær atriði, það voru þau Eskihlíð, Grenihlíð, Víðihlíð og Birkihlíð. Við enduðum svo daginn saman á því að fá ávexti í kvöldkaffinu og áttum svo rólega stund í hugleiðingu.

Vil minna á myndir frá flokknum eru inná Flickr og ef það á að sækja stelpurnar uppí hlíð annaðhvort á föstudaginn eða laugardaginn að hringja í okkur í símatíma á morgun til að láta vita.

Kveðja

Andrea Forstöðukona