Ævintýrin halda áfram hér í Hlíðinni þar sem að í dag var Harry Potter dagur. Þegar stelpurnar vöknuðu var búið að umbreyta matsalnum okkar hér í Hlíðinni sem matsalinn úr Hogwarts og voru bara spiluð lög úr Harry Potter myndunum. Hvert og eitt herbergi fékk svo sína heimavist, líkt og gert er í myndunum. Það var annaðhvort Gryffendor, Slytherin, Ravenclaw eða Hufflepuff. Síðan var haldið á morgunstund með forstöðukonu þar sem var talað var um líkingarnar á Harry Potter bókunum og Biblíunni, sem er furðulega líkt og höfðu stelpurnar gaman að.
Í hádegismatinn var hakkabuff og kartöflumús sem rann ljúft ofan í svanga maga. Síðan var haldið í Harry Potter útiveru þar sem að stelpurnar hittu ýmsa karaktera úr Harry Potter líkt og Dumbledore, Hagrid, Voldemort, vitsugur og fleira. Stelpurnar þurftu að vinna saman sem heimavist og leysa hinar ýmsu þrautir.
Í kaffitíma var gulrótarkaka og kanillengjur en svo var haldið í brennó, íþróttir, föndur og fleira í frjálsa tímanum. Í kvöldmatinn var svo pulsupasta sem stelpurnar voru mjög ánægðar með. Í kvöldvöku var haldin hæfileikakeppnin Vindáshlíð Got Talent þar sem að þær stelpur sem vildu spreyta sig fengu að gera svo. Það var mikil gleði á kvöldvöku kvöldsins.
Síðan var haldið í kvöldkaffi og loks hugleiðingu þar sem að stelpurnar fengu að heyra söguna ‚Bara að næsta staur‘ sem fjallar um hugrekki og það að allt sé hægt ef viljinn er fyrir hendi. Stelpurnar enduðu svo kvöldið með sínum bænakonum áður en haldið var upp í rúm.
Á morgun er svo Veisludagur hjá okkur í Vindáshlíð og þá verður gleðin mikil og erum við alveg rosalega spennt fyrir því.
Ég minni aftur á símatíman milli 11:30 og 12:00, ásamt instagramminu okkar (@vindashlid) og myndir úr flokkun sem eru settar inn daglega á: Myndir 7. flokkur
Kær kveðja,
Elísa Sif forstöðukona