Veisludagur, föstudagurinn 6. ágúst 2021
Stelpurnar voru vaktar í morgun og þær sem ekki höfðu komið áður voru orðnar Hlíðarmeyjar og af því tilefni var algjör sparimorgunmatur á borðum. Eftir fánahyllingu fóru stelpurnar á biblíulestur þar sem við lærðum um þakklæti, gerðum morgunleikfimi og sungum saman. Eftir biblíulesturinn var úrslitaleikurinn í brennókeppninni og stóð Skógarhlíð að lokum uppi sem sigurvegari. Í hádegismatinn var svo boðið upp á gómsæta súpu og tortillasamlokur.
Eftir hádegismatinn fóru svo stelpurnar að undirbúa stundinga í kirkjunni. Stelpunum var skipt í leiklistarhóp, undirbúnings- og bænahóp, sönghóp og föndurhóp. Í kaffinu var boðið upp á gómsæta sjónvarpsköku. Eftir kaffi gerðu stelpurnar sig til fyrir veislukvöldið. Síðan var farið í kirkjuna þar sem við áttum góða stund saman. Leikhópurinn sýndi leikrit sem er byggt á sögunni um miskunnsama samverjan, sönghópurinn söng lög, bænahópurinn bað bænir, sumar hringdu kirkjuklukkunum, kveitu á kertum eða skreyttu kirkjuna. Þegar kirkjustundinni var lokið fór hópurinn að vefa mjúka sem er áralöng hefð hérna í Vindáshlíð en þá förum við í hóp frá kirkjunni og syngjum saman ákveðið lag og gerum ákveðnar hreyfingar.
Í veislukvöldmatinn var boðið upp á pizzu og safa og viðurkenningar fyrir góðan árangur í íþróttakeppnum, ratleiknum o.fl. afhentar við mikin fögnuð. Foringjahópurinn sá svo um að skemmta stelpunum á kvöldvökunni um kvöldið og voru stelpurnar mjög ánægðar með það. Í kvöldkaffinu var svo boðið upp á ís á meðan stelpurnar lærðu um bænina og Faðir vorið. Bænakonurnar enduðu svo daginn með stelpunum eins og fyrri kvöld.
Á morgun er svo komið að brottfarardegi og er áætluð koma á Holtaeg 28 er á morgun, laugardaginn 7. ágúst, kl. 15:00.
Við hlökkum til að sjá ykkur!
Kveðja
Bára Forstöðukona