Annar dagur gegnin í garð og í dag vöknuðu stelpurnar við country tónlist og höfðu foringjar klætt sig eins og kúrekar og skreytt húsið í stíl. Í morgunmatnum voru foringjar með dans atriði.
Í dag var fyrstu heili dagurinn okkar saman þannig að stelpurnar fóru að fána og svo beint á biblíulestur. Í dag spjölluðum við um Gullnu regluna og hvernig við getum nýtt hana í daglegu lífi. Næst tók við brennó, íþróttir, föndur, sturtur og frjáls tími.
Í hádegismat í dag voru hamborgarar þar sem í dag var cowboy þemadagur. Eins og í morgunmatnum tóku foringjarnir atriði fyrir stelpurnar í kúreka stíl. Eftir hádegismat fóru stelpurnar í útiveru og í dag var nýtt frábæra veðrið í göngu að Sandfellstjörn, þar gátu þær vaðað og fóru sumar það langt að taka smá sundsprett. Þegar þær voru komnar til baka voru foringjar búnir að taka til vatnsbyssur og fötur og hófst vatnsstríð . Þar sem við vildum nýta þetta dásamlega veður var ákveðið að hafa kaffitímann úti, í dag fengu þær amerískar súkkulaðibitakökur sem eru uppáhald flestra sem hafa komið í Vindáshlíð.
Brennóið hélt áfram og er rosaleg keppni á milli herbergja. Í dag var broskeppni og húshlaup og tóku flest allar þátt í íþróttakeppnunum.
Í kvöldmat var pastasalat og fengu stelpurnar að blanda salatið sjálfar. Enn og aftur voru foringjar tilbúnir með skemmtiatriði á meðan þær borðuðu. Í kvöldvöku var leikurinn Capture the flag, þar sem stelpunum var skipt upp í tvö lið og áttu þær að reyna að ná fána hins liðsins.
Við enduðum svo daginn saman með kvöldkaffi og hugleiðingu í kirkjunni. Í kvöld var talað um æðruleysisbænina og var hún útskýrð með sögum hvernig foringinn hafði nýtt bænina í lífinu.
Frábær dagur að enda kominn og hlökkum við ofboðslega til næstu daga
Kveðja
Andrea Forstöðukona