Í dag var enn einn þemadagurinn og í dag var ÁVAXTAKÖRFU dagur  ! þær voru vaktar með tónlist úr söngleiknum og allir foringjar voru komnir í búninga sem skilgreindu hlutverk þeirra. Í hverjum matartíma voru tilbúin atriði og voru stelpurnar ekkert leiðar yfir því. Í hádegismat voru kjötbollur og allt með því. Í útiveru í dag var eltingaleikurinn flóttinn enn það var sett skemmtilegt spinn á leikinn, í stað fyrir að foringjar væru orðnir klikkaðir þá voru ávextirnir að mygla. Stelpunum fannst þessi leikur æðislegur og vildu varla hætta í honum. Í kaffinu var dásamleg jógúrtkaka og bananabrauð. Í dag var afmælisskvísa hjá okkur og var sungið fyrir hana að Vindáshlíðar stíl. Eftir kaffi tók við brennó, íþróttir, föndur og sturtur. Í kvöldmatinn var Tortillur og borðuðu þær allar eins og þeim væri borgað fyrir það. Í kvöldvöku var Vindáshlíð Got Talent og tóku þær margar þátt og stóðu sig eins og hetjur. Við enduðum svo daginn uppí kirkju með huggulega hugleiðingu. Í dag var talað um hvernig við látum ekki neikvæð orð hafa áhrif á okkar líf.

 

Þetta hafa verið frábærir dagar og ég get ekki beðið eftir veisludegi með þeim

Kveðja

Andrea Anna Forstöðukona