Í dag vöknuðu stelpurnar við Harry Potter tónlist og foringja klædda í stíl við það. Þær fóru í morgunmat og svo beint uppá fána og í biblíulestur. Í dag töluðum við um bænina og hvernig svör við getum fengið frá Guði. Næst tók við Brennó, Íþróttir og föndur að hádegismat. Í matinn var Lasagna og borðuðu þær allar vel.

Í útiveru var svo Harry Potter leikur þar sem foringjar klæddu sig upp sem persónur úr myndunum og voru með stöðvar sem stelpurnar þurftu að klára til að vinna leikinn. Eftir útiveru var komið að kaffitíma, í kaffinu var kanillengjur og ávextir með. Eftir að þær fengu kaffið var komið að brennó, íþróttum, föndri og sturtum. Í kvöldmat var ljúffeng blómkálssúpa.

Í kvöldvöku var Éttu Pétur sem er skemmtileg spurningakeppni um allt á milli himins og jarðar. Stelpurnar fá nammi fyrir rétt svar. Við enduðum daginn eins og venjulega eða það var það sem stelpurnar héldu.

Þegar þær voru búnar að hátta sig komu foringjar hlaupandi inn ganginn öskrandi NÁTTFATAPARTÝ !!!!  og þá byrjaði fjörið aftur. Þær dönsuðu uppá borðum og skemmtu sér konunglega, foringjarnir voru svo búnir að undirbúa skemmtidagskrá inn í setustofu og fengu þær allar ís í lokinn. Foringjarnir sungu þær inn í herbergin sín og enduðu daginn með sínum bænaherbergjum

 

Hlökkum til að skemmta okkur áfram með stelpunum

Andrea Anna Forstöðukona