Góðann daginn kæru foreldrar/forráðamenn
Í dag vöknuðu stelpurnar EXTRA snemma, langt á undan plani, þær voru greinilega tilbúnar í nýjann dag. Eftir morgunmatinn fóru stelpurnar út að fána og svo beint í biblíulestur. í biblíulestri dagsins talaði ég við stelpurnar um sköpunarsöguna og það var ótrúlega gaman að sjá hvað margar höfðu mikinn áhuga og spurðu margar spurningar. Þær ræddu mikið um hvort Guð hafi verið maður eða kona, og þær voru nú alveg sannfærðar um það að Guð hafi verið kona því konur eru náttúrulega bestar. Eftir biblíulesturinn fóru fleiri brennókeppnir fram og föndurherbergið virðist ætla vera vel nýtt í þessum flokk. Þar sitja þær og mála, lita, perla, búa til armbönd og hálsmen og fleira skemmtilegt.
Í hádegismatnum fengu þær lasagne, sem slær auðvitað alltaf í gegn. Útivera dagsins innihélt göngu í réttirnar. Í réttunum fara stelpurnar í leiki og njóta þess að vera saman úti í góða loftinu. Gangan fer auðvitað misvel í fólk, en við erum nú allar sammála um að smá hressibótaganga sé góð fyrir alla á líkama og sál.
Við heimkomu beið þeirra svo dýrindis jógúrtkaka, sem er allra vinsælasta kakan sem við fáum okkur hér í hlíðinni.
Plan kvöldsins er svo grjónagrautur í matinn og svo bíókvöld þar sem við ætlum að horfa á High school musical og borða popp 😉 Aldrei að vita nema það gerist einhvað fleira skemmtilegt í kvöld, ég læt ykkur vita með framvindu mála á morgun 😉
Stelpurnar ykkar eru æði, það eru allir að skemmta sér vel þó auðvitað komi upp smá heimþrárpúki af og til. En við erum duglegar að hjálpa stelpunum að dreyfa huganum. Mæli með að kíkja á myndasíðunaokkar en það fara að koma inn fullt af myndum.
-Marín Hrund forstöðukona