Jæja loksins komu stelpurnar til okkar í Hlíðina.

Það fyrsta sem ég sagði við stelpurnar við komu var að við mundum lofa því að bæta upp fyrir dagamissinn og gera þennan flokk extra geggjaðann. Venjulegur flokkur breytist því í mini-ævintýraflokk með öllu því sem honum fylgir. Spennandi dagar framundan..

Eftir göngu um svæðið fengu stelpurnar að borða hádegismat sem voru kjúkklingaleggir og franskar í dag. Allir voru kátir og glaðir með matinn. Eftir matinn var komið að útiveru þar sem stelpurnar fóru út í leik sem heitir Amazing race þar sem þær hlaupa um svæðið með herbergisfélögum sínum og safna stigum fyrir þrautir. Alltaf jafn gaman að hlusta á þær syngja og hlaupa og hlæja um allt hús.

Eftir útiveru komu stelpurnar inn í kaffi þar sem foringjar voru búnir að breyta matsalnum í Jólaland og þar með var JÓLADAGUR byrjaður í Vindó. Við hlustuðum á jólalög og borðuðum kanillengjur og smákökur í anda jólanna. Eftir kaffið byrjaði svo brennóið sem er yfirleitt hápunktur verunnar í Hlíðinni. Einnig gátu stelpurnar farið í föndurherbergið, sem er nýtt núna í sumar. Heilt herbergi með öllu föndri sem þeim gæti dottið í hug.

Í kvöldmat fengu stelpurnar svo skyr og brauð, bleikt skyr því allt er betra sem er bleikt 😉 Í kvöldvöku fór svo fram Vindáshlíð got talent þar sem stelpurnar sýndu hæfileika sína á sviðinu og sýndu allskonar listir. Dómarar keppninnar höfðu ekkert nema gott að segja um þessa snillinga.

Í kvöldkaffi fengu stelpurnar ávexti og eftir það fórum við allar saman upp í kirkju og hlustuðum á hugleiðingu dagsins, sem var af sjálfsögðu jólaguðspjallið! Ekkert annað í boði í lok jóladags haha.

Stelpurnar fóru svo í bænakonuleit, þar sem allar bænakonur földu sig í húsinu og herbergin fengu blað með staðreyndum um sína bænakonu. Þær áttu svo að leita af sinni bænakonu og finna út hver hún er. Alltaf jafn skemmtilegt 🙂

Flottur dagur á enda og við tekur nýr dagur á morgun með tilheyrandi ævintýrum 🙂

 

-Marín Hrund forstöðukona