jæja, gærkvöldið endaði á svakalegu náttfatapartý sem er skemmtileg hefð í Vindó.Við dönsum uppá borðum, syngjum og höfum gaman og stelpurnar fá svo ís.
En veisludagurinn okkar, ÁVAXTAKARFAN. Stelpurnar voru vaktar með Litalaginu og þær mættu svo í morgunmat þar sem ávextirnir byrjuðu að sýna atriði. Bananarnir að æfa lífvörðinn, Immi með vesen í körfubolta og Eva appelsína með Speglasalinn. Stelpurnar fengu svo atriði og lög úr ávaxtakörfunni út alla matartímana.
Veisludagurinn byrjaði svo eftir hádegismatinn, en þær fengu sér plokkfisk og drifu sig svo út í leik sem kallaðist Ávaxtaflóttinn. Ávextirnir í körfunni voru farnir að mygla og hlupu á eftir stelpunum um alla Hlíð. Vinagangur fór af stað kl16 og þá buðu stelpurnar uppá einhvað í herbergjunum sínum og stelpurnar voru að labba á milli. Meðal annars var hægt að fá hárgreiðslur, naglalökkun, spa, spádóm og nudd, en nuddið er alltaf vinsælast meðal foringjanna.
Veislumaturinn var svo pizzuveisla og veittar voru viðurkenningar fyrir allar keppnir vikunnar. Hæst trompa svo brennómeistarar, en brennómeistarar aukaflokks voru drollurnar í Furuhlíð. Veislukvöldvakan var löng en bráðskemmtileg, þar sem foringjarnir stigu á svið og sýndu hin ýmsu leikrit.
Bráðskemmtilegt kvöld á enda 🙂 lokadagurinn á morgun og stelpurnar spenntar að komast heim.
-Marín Hrund forstöðukona