Jæja síðasti dagurinn

Eftir morgunmatinn fóru stelpurnar í lokastund í kirkjunni með forstöðukonu í smá spjall. Eftir kirkjustundina fóru allar stelpurnar út í íþróttahús þar sem foringjaleikurinn í brennó fór fram. Foringjar á móti sigurvegurum, og af sjálfsögðu fóru foringjar með sigurinn, enda erfitt að slá okkur út. Það er engin miskun gefin sko 🙂 Eftir þennnan leik spiluðum við leik þar sem foringjar&2sætið kepptu á móti restinni af herbergjunum, það er líka stórskemmtilegur leikur.

Í hádegismat fáum við okkur pulsur og förum svo að græja okkur heim <3

Við mætum ca 14:50 á Holtaveginn, hlökkum til að sjá ykkur 🙂

-Marín Hrund