Tilklökkunin var í hámarki þegar að 65 stúlkur mættu á Holtaveg 28, höfuðstövar KFUM og KFUK á íslands, og stigu upp í rútu til þess að fara í fyrsta Jólaflokk Vindáshlíðar þetta árið.

Þær mættu upp í fallega skreyttu og yndislegu hlíðina rétt fyrir klukkan 18:00 í gærkvöldi. Þar var byrjað á því að fara yfir reglurnar og þeim raðað í herbergi. Í þessum jólaflokki eru svo tvö og tvö herbergji saman í því sem við köllum Jólakúlu. Þá fá stelpurnar að kynnast líka stelpum í öðrum herbergjum. Þegar búið var að raða í herbergi komu stelpurnar sér fyrir og jólaskreyttu herbergin sín. Í kvöldmatin var svo pizzapartý sem að stelpurnar voru heldur betur ánægðar með og var vel borðað af pizzu. Þegar kvöldmatnum lauk opnuðum við Jólahúsin en það er jólastöðvar sem að stelpurnar mega flæða á milli. Í þetta skipti vorum við með jólahúsin stuð jól þar sem að stelpurnar máttu fara í íþróttahúsið og fara í brennó eða snjóboltakeppni eins og við köllum það í jólaflokki og íþróttir eða jólympíuleika. Svo vorum við með kósý jól í matsalnum og þar máttu stelpurnar skreyta piparkökuhús og að lokum vorum við með jólahúsið friðar jól en þar máttu stelpurnar horfa á jólabíó í kvöldvökusalnum. Þegar jólahúsum kvöldsins lauk var komið að kvöldkaffi en þar fengu þær lagtertu og mandarínur. Síðan var haldið á hugleiðingu þar sem voru sungin falleg og notaleg jólalög og spjallað aðeins um afhverju við höldum upp á jólin og hvað Jesú elskar okkur allar og vill að við sýnum hvort öðru kærleika. Glaðar og sáttar stelpur fóru því að sofa í Hlíðinnu um kvöldið.

Daginn eftir voru glaðar og spenntar stelpurnar vaktar klukkan 09:00. Þær héldu í morgunmat um hálftíma síðar en síðan var að sjálfsögðu haldið upp að fána, en það er gamall en góður siður í Vindáshlíð að á hverjum degi er fánahylling. Næst fóru stelpurnar í ratleikinn Leitin að Jólunum. Þar flökkuðu stelpurnar á milli stöðva þar sem að þær hittu alskyns verur sem að kenndu þeim eitthvað skemmtilegt og mekilegt um jólin ásamt því að gera þrautir til þess að fá vísbendingu fyrir næstu stöð. Þær hittu til dæmis Jólaköttin, Grýlu, Maríu Mey, Rúdolf og Hurðaskelli. Loka stöðin leiddi þær svo að bók sem að stelpurnar þurftu að fylla inn í með öllum þeim fróðleik sem að þær höfðu lært um jólin hingað til. Eftir ratleikinn komu þær svo í morgunstund með forstöðukonu þar sem við ræddum saman um það sem þær höfðu lært í leiknum. Við fórum yfir mismunandi jólasiði og lásum stutta jólasögu um hvað jólahátíðin er dásamleg og það að jólin eru hátíð ljóss og friðar þar sem að öllum á líða vel. Allt verður svo heilagt að það verður bjart innra með okkur. Veröldin hlýnar og við fyllumst eftivæntingu, von og trú. En þannig eru auðvitað jólin. Við sungum svo að sjálfsögðu saman nokkur vel valin jólalög en síðan var haldið í hádegismat en þar var á boðstólnum heit og góð tómatssúpa. Gott að fá smá heitt í kroppin eftir útiveruna. Eftir hádegismat tóku svo Jólahúsin aftur við en þau hús sem voru í boði að þessu sinni voru Föndur Jól þar sem að stelpunar máttu föndra jólagjafir, Hjóla Jól en þar héldu Jólympíuleikarnir áfam ásamt Snjóboltakeppninni og svo var einnig boðið upp á Hrein Jól en þá var opnað fyrir sturturnar fyrir þær sem vildu fara í sturtu. Síðan mátti að sjálfsögðu spila eða bara hafa það huggulegt inn í herbergi. Þegar að jólahúsunum lauk var komið að kaffitíma en þar var boðið upp á jógúrtköku og bananabrauð.

Nú eru bæði starfsmenn og börn á fullu í því að undirbúa veislukvöld í kvöld en ég set inn frétt aftur á morgun og segji ykkur betur frá því.

Myndir úr flokknum má nálgast HÉR en við ætlum að reyna að vera duglegar þegar að það er stund milli stíða og setja inn myndir. Ég minni einnig á instagram síðu Vindáshlíðar (@vindashlid) en við ætlum að reyna að posta þar í story.

Annars líður okkur alveg rosalega vel hérna í Hlíðinni okkar fríðu þar sem að það er bara jólagleði við völd og mikið stuð

Þangað til næst,
Elísa Sif Hermannsdóttir
Forstöðukona Jólaflokks I