Það var sko heldur betur gaman hjá okkur á veislukvöldi hér í Jólaflokki í Vindáshlíð en það byrjaði með því að bæði stelpur og foringjar undirbjuggu atriði til að vera með á kvöldvökunni um kvöldið. Síðan var boðið upp í að hafa Vinagang en vinagangur er eitthvað sem að við gerum alltaf á veisludag hér í Vindáshlíð en þá mega stelpurnar bjóða upp á eitthvað skemmtilegt inn í sínu herbergi og bjóða öðrum stelpum og foringjum að kíkja í heimsókn. Vinsælast var að bjóða upp á hárgreiðslu, bangsapössun og nudd en svo var allskonar annað líka í boði.

Kirkjuklukkurnar hringdu rúmlega 18:00 eins og á jólunum og stelpurnar héldu upp í kirkju. Þar sungum við saman róleg og falleg jólalög og heyrðum söguna um fæðingu Jesú. Eftir kirkju fengum við dýrindis og dásamlegan jólamat í matinn. Eftir mat var komið að kvöldvöku en hver og ein jólakúla dró upp úr potti eitt jólalag sem að þau máttu annað hvort gera leikrit við, dansa, syngja eða bara hvað sem er sniðugt. Foringjar fengu að sjálfsögðu líka eitt jólalag þannig að allir stigu á stokk þessa kvöldvöku. Þegar að kvöldvöku var lokið fóru stelpurnar í náttföt og héldu inn á hugleiðingu. Þegar að hugleiðingin var aðeins byrjuð hoppuðu foringjarnir fram og jóla náttfatapartýið byrjaði. Þar fengu stelpurnar að syngja og dansa upp á borðum inn í matsal við fjörrugustu jólalögin. Í náttfatapartýinu kíktu líka nokkrar skrautlegar en skemmtilegar verur til okkar, það voru Ginch og hans fylgdarlið. Partýið endaði svo á því að allar fengu ís og piparkökur og hlustað var á fallega jólasögu áður en haldið var inn í herrbergi að sofa. Stelpurnar sofnuðu allar mjög fljótt enda var dásamlegum degi að ljúka og heyrðist mikið á göngunum að þær vildu helst ekkert vera að fara heima daginn eftir enda væri svo gaman.

Í morgun vöknuðum við aðeins seinna, eða um 09:30, þar sem að við fórum soldið seint að sofa enda var svo mikil gleði og gaman. Glaðar stelpur héldu því í morgunmat en eftir hann var komið að seinustu Jólahúsunum. Að þessu sinni var boðið upp á að pakka inn því föndri sem að þær föndruðu í gær en svo voru líka boðið upp á borðspil og kósýheit eins og er oft gert á jólunum. Einhverjar stelpur drifu sig líka út að fá sér frískt loft. Í hádegismat var Möndlugrautur og var farið í þann klassíska jólaleik þar sem að allir fá grjónagraut og sú sem fær möndluna fékk pakka. Við forringjarnir göbbuðum þær aðeins en í stað þess að nota möndlu settum við límmiða undir einn diskinn og sú sem að fékk hann vann möndæugjöfina. Á meðan að á hádegismatnum stóð var síðan veittar viðurkenningar fyrir hinar ýmsu keppnir og þrautir sem eru búnar að eiga sér stað hérna yfir helgina eins og Jólagleðikeppnin og íþróttakeppnin og fleira. Við enduðum þetta síðan saman á smá lokastund með forstöðukonu þar sem að var farið yfir allt það dásamlega sem við gerðum saman í flokknum, töluðum um jólakærleikan og sungum nokkur vel valin jólalög. Eftir lokastundina fóru stelpurnar að pakka og áttu lokastund með sinni jólakúlu og bænakonum.

Nú er verið að halda upp í rútu en hún leggur af stað héðan úr Vindáshlíð klukkan 14:00 og verðum við því komnar á Holtaveg rétt rúmlega 15:00. Ég minni á að skoða myndir á þessum link HÉR.

Ég vil þakka ykkur öllum kæru foreldrar og forráðamenn fyrir að lána okkur börnin ykkar þessa helgi en við erum búnar að eiga alveg dásamlega stund saman og mikil jólagleði við völd. Allir starfsmenn hér í Hlíðinni eru sammála um það að þessi börn ykkar eru algjör dásemdir.

Ég vonast til að sjá sem flestar aftur á næsta ári annars vil ég bara óska ykkur góðra og gleðilegra jóla

Kærleikskveðjur kveðjur,
Elísa Sif Hermannsdóttir
Forstöðukona