Í gærmorgun fengu stúlkurnar að sofa út. Eftir morgunmat og Biblíulestur var úrslitaleikurinn í Brennó þar sem Gljúfrahlíð bar sigur úr býtum. Í hádegismat fengu þær plokkfisk og í útiveru var farið í leikinn ,,Capture the flag“. EFtir kaffi og fram að kvöldmat var vinagangur þar sem stelpurnar gátu farið á milli herbergja og fengið hárgreiðslu, naglalakk, nudd, hitt spákonu og fl. Þegar bjallan hringdi fórum við síðan allar út í Vefa mjúka og tekin var mynd af öllum herbergjum með sinni bænakonu. Í kvöldmatinn var pizza og sólberjasaft og fengum við að heyra hvaða herbergi vann íþróttakeppnina og innanhúskeppnina. Einnig voru veitt verðlaun fyrir íþróttadrottninguna. Um kvöldið var kvöldvaka í boði foringja og var mikið hlegið. Það voru mjög þreyttar en glaðar stelpur sem lögðust á koddan hér í Hlíðinni í gærkvöldi eftir frábæra viku.