Heil og sæl foreldrar og forráðamenn,

Hér komu rúmlega 80 dýrmætar og dásamlegar stúlkur í Vindáshlíð í gær. Þar sem var búið að spá rigningu alla vikuna vorum við sérlega glaðar að fá sól og nýttum hana til hins ýtrasta…. leikir úti, busl í læknum, kvöldvakan úti og auðvitað burstað tennur í læknum fyrir nóttina. Þetta er fjörugur og skemmtilegur hópur og gaman að vera með þeim. Þær fengu sér grjónagraut í hádegismat og skelltu sér svo í ratleik um svæðið. Eftir kaffi var auðvitað farið í íþróttakeppnir og brennó auk þess að föndurherbergið var opið en vegna veðurs var það lítið sótt. Það var komin ró í húsið milli 23-24 og allar sváfu vel þó að ein og ein hafi kíkt fram til að fá knús sökum heimþrár. En við erum allar vanar hér og hugsum vel um stelpurnar ykkar. Flestar voru vaknaðar um 8 í morgun og spennar fyrir komandi degi. Morgunmatur, fánahylling og biblíulestur á hefðbundum tíma og svo dýrindis kjúlli í hádegismat. Veðrið er ekki sem best en við erum með sól í hjarta og klæðum okkur vel til að halda í göngu dagsins sem verður niður að réttum. Það er smá úði og vindur en við látum það ekki eyðileggja góða útiveru og góða skapið okkar.
Eftir kaffi verða svo fleiri íþróttakeppnir og brennó, föndur, vinabönd, spil og kósý. Í kvöld verða fyrstu herbergin með atriði á kvöldvöku. Endilega fylgist vel með myndunum frá okkur – þær segja meira en 1000 orð!

Kærleikskveðjur úr Kjósinni,
Hanna Lára forstöðukona og allir foringjarnir 🙂