Framhald af degi tvö, þar sem stóð síðast að hafi aðeins verið smá dropar og vindur þá snarbreyttist það í grenjandi rigningu og rok en það stoppar ekki þetta frábæra lið hér, þá var bara sungið og dansað í rigningunni og komið rennblautar og sælar inn. Eldhússtarfsfólkið tók sig til og hitaði kakó og gerði vöfflur handa þeim sem sló heldur betur í gegn.

Kvöldvakan gekk glimmrandi vel og voru frábær atriði hja þeim fjórum herbergjum sem sýndu í gær. Nóttin gekk mjög vel og hvíldust stelpurnar vel, ró komin í hús um miðnætti og allar ferskar og kátar í morgun.

Endilega verið dugleg að fylgjast með myndum frá okkur,
símatími er milli 11.30 – 12 ef þið viljið ná í forstöðukonu.

Ef þið þurfið að sækja fyrr væri gott að fá að vita af því, rútan fer kl 14 á laugardag héðan svo það þarf að vera búin að sækja fyrir það ef þið ætlið að sækja hingað uppeftir. Annars bara erum við spenntar fyrir deginum og dögunum, þetta er gríðarlega jákvæður og peppaður hópur.

Bestu kveðjur úr Hlíðinni, Hanna Lára og foringjar!