Í þessum skrifuðu orðum eru stúlkurnar ykkar að skemmta sér í náttfatapartý sem foringjarnir eru að halda fyrir þær, stuðdansar, söngvar og læti – allt sem þarf í gott partý.

En við fórum ekki upp á fána í morgun eins og við gerum vanalega vegna mikillar rigningar, þess í stað héldum við fánahyllingu í salnum áður en við fórum á Bibliulestur að læra um Gamala og Nyja testamenntið. Áfram héldu íþróttakepnnir, eins og sipp, skæri – blað – steinn, minnisleikur og fleira auk æsispennandi brennókeppnarinnar á milli herbergja.
Lasagnað rann ljúflega niður í hádeginu en við ákváðum að fara ekki í göngu sökum áframhaldandi rigingar og fórum í staðinn í íþróttahúsið í Vindáshlíð -Top model þar sem herbergin áttu að hanna föt úr plaspoka á eina í herberginu og halda tískusýningu. Þetta var rosalega frumlegt og skemmtilegt allt hjá þeim.

Á kvöldvöku voru næstu 4 herbergi með leiki og leikrit, auk þess að það var sungið eins og enginn væri morgundagurinn. Ef ég var búin að segja það þá ætla ég að segja það bara aftur – frábærar stelpur, svo jákvæðar, glaðar og kraftmiklar. 🙂
Við ætlum að treysta á gott veður á morgun til að fara í skemmtilega göngu og mögulega eitthvað sull.

Kærleikskveðjur, Hanna Lára forstöðukona