Hæhæ… hér úr Vindáshlíð er allt gott að frétta…

Laaaang flestar voru steinsofandi í morgun þegar átti að vakna, þar sem dagurinn á undan hafði verið viðburðarríkur og skemmtilegur með góðu partý í lok dags. Í dag var uppstytta og smá sól sem var nýtt í ferð að Pokafossi og Brúðarslæðu til að sulla og leika. Það kom í ljós hvaða herbergi keppa til úrslita í brennó á morgun og áfam héldu skemmtilega íþtóttakeppnir áfram, t.d var tekið tímann hvað þær voru lengi að klæða sig í og hneppa að sér risastórum buxum. 🙂 Það vakti smá hlátur…

Við fengum okkur kjötbollur í hádegismat og súpu í kvöldmat, fórum á kvöldvöku þar sem síðustu 3 herbergin voru með atriðin sín, sungum og skemmtum okkur.

Lærdómur dagsins var um Séra Friðrik og hvað hann gerði margt fyrir starf KFUM og K á Íslandi, þakklæti og gleði. Stelpurnar eru duglegar að hlusta og margar að tileinka sér góða siði/reglur sem við erum að kenna þeim. Margar sem eru að eignast vinkonur sem þær munu ekki gleyma.

Á morgun er svo veisludagur og það er ótrúlegt hvað tíminn líður alltaf hratt þegar við erum að hafa gaman. Við komum í bæinn á laugardaginn, lendum á Holtaveginum rétt fyrir þrjú. Vona að þið séuð öll að fylgast með myndunum hjá okkur – því þær lýsa svo sannarlega gleðinni og þessum skemmtilega hóp.

Hlýjar kveðjur, Hanna Lára forstöðukona og krúið <3