Sæl og blessuð öll…

hér er búið að vera stórkostlega skemmtilegur veisludagur í dag. Allir að skríða inn í rúm núna þreyttir og sælir og trúa varla að það sé komið að heimferð á morgun.
Fyrir hádegi voru æsispennandi úrslitaleikir í brennó um 3.sætið og 1.sætið… það var mikil stemning og allir vinir þrátt fyrir að sumir töpuðu en aðrir unnu.
Við fengum okkur plokkfisk í hádeginu og fórum svo í kirkjuhópa eftir mat. Þar fórum við í tvo leikritahópa, risastóran undirbúningshóp og föndurhóp. Eftir kaffi var vinagangur þar sem stelpurnar gátu boðið upp á allskonar skemmtilegt í herbergjunum sínum, t.d nudd, spádóm, hárgreiðslur og margt fleira skemmtilegt. Þegar klukkan fór að nálgast 18 fóru allir að græja sig í betri fötin og þegar hringt var í kirkjuklukkunum skelltum við okkur í Guðsþjónustu sem við hjálpuðumst allar við að gera skemmtilega. Síðan sungum við fánann niður, „Vefuðum mjúka“ og beint í myndartökur með bænakonum.
Í matsalnum var búið að gera fallegt og fengum við dýrindispizzur í matinn sem runnu ljúflega niður. Verðalaun voru veitt fyrir íþróttir, ratleik, innanhúskeppni, hárgreiðslukeppni, brennókepnni og fleira og fleira… þvílík stemning.

Veislukvöldvakan í boði foringja var á sínum stað þar sem foringarnir fóru á kostum í allskonar leikritum og hlutverkum. Mikið af hlátri og gleði var á kvöldvökunni áður en farið var upp í rólegheit á setustofu. Það fengum við ís og heyrðum hugleiðingu um hæfileika okkar og hvað við getum gert til að rækta þá.

Þrátt fyrir að klukkan er margt þá er erfitt að fara að sofa…

á morgun verður svo brennó á milli foringja og brennómeistara.

Rútan leggur af stað héðan í bæinn kl 14 og við munum verða komin á Holtaveg rétt fyrir 15.

Þið eigið frábærar stelpur!!

Kærleikskveðjur úr Vindáshlíð, Hanna Lára og foringjarnir