Í dag komu 77 hressar stelpur til okkar uppí hlíð. Byrjuðum eins og í flestu flokkum á því að skrá í herbergi og spjalla aðeins saman um flokkinn. Eing og venjulega spurðum við spurninguna „hverjar hafa komið áður í Vindáshlíð“ og hef ég ekki áður séð jafn margar hendur fara á loft þannig við erum með margar hlíðarmeyjar hjá okkur. Eftir þetta fóru þær í herbergin sín, komu sér fyrir og byrjuðu að kynnast herbergisfélögum og nágrönnum. Í hádegismat var svo kjúkklingaleggir og franskar og urðu fagnaðarlæti mikil þegar þær sáu það. Eftir matinn tók við útivera, vegna veðurs þurftum við að færa útiveruna inn í íþróttahús. Í íþróttahúsinu var farið í hópleiki til að styrkja hópandann og tóku þær allar virkann þátt og skemmtu sér vel. Þar sem þetta er ævintýraflokkur þá voru foringjarnir á fullu að breyta matsalnum á meðan þær léku sér í íþróttahúsinu. Þegar þær komu inn var salurinn skreyttur frá toppi til táar og viðtók Harry Potter þema. Í kaffinu fengu þær dýrindins jógúrtköku (í persónulegu uppáhaldi hjá mörgum foringjum) og bananar með. Eftir kaffi tók svo við íþróttakeppnir, föndurherbergið og brennóleikir hófust. Í kvöldmatinn var grjónagrautur og heyrðist frá mörgum að þetta hafi verið einn sá besti sem þær hefðu smakkað. Kvöldvakan var næst á dagskrá, þar sem við breyttum þemanum í Harry Potter þá var auðvitað farið í Harry Potter leikinn. Leikurinn gengur út á það að stelpunum er skipt í heimavistirnar fjórar úr bókunum, eftir það þurfa þær að halda hópinn og finna fimm persónur úr bókunum og leysa verkefni eða aðstoða þær. Til þess að gera leikinn aðeins erfiðari eru vitsugur í skóginum sem eru að leita af stelpunum, ef að vitsuga nær þér breytistu í styttu og losnar ekki fyrr enn að heimavistin þín bjargar þér. Til þess að vinna leikinn þurfa stelpurnar að klára allar stöðvar og komast frá vitsugunum á sama tíma. Stelpurnar skemmtu sér konunglega í leiknum og komu þær allar brosandi inn og beint í kvöldkaffi. Á hverju kvöldi fá þær smá hressingu fyrir nóttina og er vaninn að þær fái ávexti og stundum kex. Eftir kvöldkaffi var farið í hugleiðingu þar sem Tinna foringi las fyrir þær söguna um skulduga þjóninn og fór svo yfir boðskap sögunnar. Næst háttuðu þær, burstuðu tennur og gerðu sig tilbúnar fyrir svefn. Þegar þær voru tilbúnar sótti Thelma umsjónarforingi þær og gaf þeim þrjár staðreyndir um bænakonu sína því það var að hefjast bænakonuleit. Bænakonuleit virkar þannig að stelpurnar þurfa að koma inní setustofu og spyrja einhvern foringja hvort að staðreyndirnar sem þær eru með séu þeirra ef þær fá já við öllum hafa þær fundið sína bænakonu. Við enduðum svo kvöldið á bænó þar sem stelpurnar eiga stund með sinni bænakonu áður enn þær fara að sofa.

 

Ég er ótrulega spennt fyrir þessari viku með þeim hérna og get ekki beðið eftir hvað bíður okkar allra hér á morgun 🙂

Myndir koma inná flicker síðu Vindáshlíðar einhvern tíman í dag 🙂

 

Hlíðarkveðjur

Andrea Anna Forstöðukona.