Í dag vöknuðu stelpurnar við jólatónlist þar sem hlíðinni hafði verið breytt í jólahús. Foringjar klæddir í jólapeysur, tónlist á fullu og jólaandinn sveif um allt. Í morgunmat var eins og í gær morgunkorn, hafragrautur og súrmjólk. Þegar morgunmaturinn var búin var haldið upp að fána og svo niður í bilbíulestur. Í dag var talað um jólinn og hversu mikilvægar jólahefðir eru, einnig var farið yfir þýðingu jóladaganna við ákváðum líka að syngja bara jólasálma saman og áttum mjög huggulega stund saman.  Næst á dagskránni var að föndurherbergið opnaði, íþróttakeppnir hófust, brennóleikir og vinabönd. Í hádegismat voru kjötbollur með kartöflumús og sósu.  Í útiveru var Top Model því veðrið var aðeins að stríða okkur, í top model fara stelpurnar í íþróttahúsið og fá ruslapoka sem þær verða að hanna kjól eða einhverja flík úr. Í lokinn er svo tískusýning þar sem herbergin sýna hönnunina sína og valin er sigurvegari Vindó Top Model. Í kaffinu var amerískar súkkulaðibitakökur og Möndlukaka. Eftir Kaffi tók við föndur, íþróttir, brennó og vinabönd fram að kvöldmat. Í kvöldmatinn var jarðaberjaskyr og brauð. Í kvöldvöku var búið að setja upp bíó niðri í kvöldvökusal og var verið að sýna Santa Clause 1 og fengu þær popp með. Næst var kvöldkaffi þar sem eldhúsið var búið að skera niður ávexti og svo var farið beint í hugleiðingu. Á hugleiðingu las Brynhildur foringi jólaguðspjallið fyrir þær og talaði svo um innihald þess. Við enduðum daginn eins og aðra daga með því að bænakonur komu til þeirra og áttu gæðastund með stelpunum sínum.

 

Þá er annar dagur að kveldi kominn og förum við allar hressar og kátar að sofa og undirbúum okkur fyrir fjörugann dag á morgun.

Ég minni á myndasíðuna okkar inná Flicker þar sem það koma inn nýjar myndir eins fljótt og við fáum þær til okkar. – https://www.flickr.com/photos/kfum-kfuk-island/albums/72177720300401785

 

Hlíðarkveðjur

Andrea Anna Forstöðukona.