Í dag vöknuðu stelpurnar við Mamma Mía tónlist, foringjar gegnu inn í herbergin með látum þar sem þær voru að leika hótelgesti. Stelpurnar voru mættar á hótel Vindó og húsið var skreytt í stíl. Í morgunmat í dag var morgunkorn, súrmjólk, hafragrautur og vegna þess að stelpurnar höfðu gist í hlíðinni í 3 nætur voru þær formlega orðnar hlíðarmeyjar. Þegar stelpurnar verða hlíðarmeyjar er boðið uppá sérstaka bætingu við morgunmatinn, þær fá Coco pops. Eins og fyrri daga fara þær uppá fána og svo niður í kvöldvökusal þar sem þær fóru í biblíulestur. Í dag var talað um bænina og hvernig við getum fengið mismunandi bænasvör. Næst á dagskránni var að föndurherbergið opnaði, íþróttakeppnir hófust, brennóleikir og vinabönd. Í hádegismat var gúrmet Lasagna sem stelpurnar skófluðu í sig eins og þeim væri borgað fyrir. Í útiveru var farið í réttirnar sem eru rétt hjá hlíðinni. Ilmandi kökulykt tók á móti þeim eftir gönguna og var á boðstólnum kryddkaka og kanillengja. Eftir Kaffi tók við föndur, íþróttir, brennó og vinabönd fram að kvöldmat. Í kvöldmatinn var svo tortilla sem margar stelpur höfðu beðið spenntar eftir að fá að borða. Í kvöldvöku var svo Vindáshlíð Got Talent þar sem stelpurnar tóku hvert siguratriðið eftir hvort öðru. Á meðan að stelpurnar voru niðri í kvöldvökusal á VGT þá voru nokkrir foringjar uppi að breyta matsalnum í kaffihús og undirbúa kvöldkaffið sem var aðeins öðruvísi í kvöld. Stelpurnar komu upp þegar Talent kláraðist voru franskir þjónar tilbúnir til að þjóna þeim. Í kvöldkaffi var búið að baka bananaköku með karamellusósu og ís. Næst var hugleiðing og var það hún Lilja sem sagði okkur söguna um sporin í sandinum og talaði svo um að Jesú sé alltaf með okkur þótt við finnum ekki endilega fyrir því. Við enduðum þetta eins og venjulega eða það héldu stelpurnar allavega. Bænakonurnar mættu á sínum tíma og byrjuðu bænó enn allt í einu heyrðist söngur og klöpp frammi og þá var að byrja Náttfatapartý. Stelpurnar hlupu inní matsal þar sem tónlist var á fullu og þær fóru beint uppá borð. Það var dansað vindáshlíðar dansana og svo farið inn í setustofu þar sem foringjar voru með atriði. Náttfatapartý enda alltaf með stóru leikatriði þar sem foringjar spinna grínleikrit sem kemur með ísinn. Í þetta skipti fengum við Tóta Táálf í heimsókn. Nú var kvöldið á enda í alvöru og fóru stelpurnar inn í herbergi ásamt bænakonum sínum og áttu notalega stund með þeim.
Þvílíkur dagur að enda og veisludagur á morgun.
Ég minni á myndasíðuna okkar inná Flicker þar sem það koma inn nýjar myndir eins fljótt og við fáum þær til okkar. – https://www.flickr.com/photos/kfum-kfuk-island/albums/72177720300401785
Hlíðarkveðjur
Andrea Anna Forstöðukona