Í dag er Veisludagur sem er seinasti heili dagurinn okkar saman. Stelpurnar voru vaktar með tónlist úr High school musical og voru nokkur lög tekin í matartímum. Eins og aðra morgna var venjulegur morgumatur settur á borð. Eftir morgunmatinn var svo farið að hylla fánann í seinasta skipti og svo beint í biblíulestur. Í dag var talað um fyrirgefninguna, stelpurnar flettu upp í nýja testamentinu og lásu í sálmunum 51:3 þar sem er talað um að Guð fyrirgefur okkur. Eftir bilbíulestur breyttist dagskrá aðeins þar sem við þurftum að finna okkur brennómeistara. Eftir spennuþrunginn leik urðu Lækjahlíðar stelpurnar brennómeistarar. Í hádegismat var plokkfiskur sem margir foringjar segja að sé það besta sem þær fá hérna í hlíðinni. Í útiveru var svo vinsælasti leikurinn okkar settur í gang enn það er flóttinn. Flóttinn gengur út á það að foringjarnir eru allir orðnir veikir af foringjabólunni og eru orðnir mjög skrítnir. Stelpurnar þurfa að flýja með aðstoð frá einum foringja sem hefur sloppið við að smitast. Það sem er að hrindra þær við að komast í burtu eru foringjar allir út í grænum bólum og eru að reyna að ná þeim til að þær komist ekki útaf svæðinu. Þegar leikurinn kláraðist komu stelpurnar allar inn í matsal og fengu sér dásamlega súkkulaðiköku með smjörkremi. Nú breyttist dagskráin aftur og nú var veisludagsdagskráin komin í gang. Við byrjuðum á vinagangi þar sem stelpurnar geta boðið hinum stelpunum og foringjum í heimsókn, við gátum kíkt í spa, talað við spákonur, farið í ævintýrahús og lazer tag í þetta skipti. Þá var komið að hátíðardagskránni og byrjuðum við uppí kirkju þar sem sagan af kirkjunni var sögð og nokkur vel valin lög sungin. Næst tók við gömul hefð sem er að taka niður fánann saman og vefa mjúka. Öll herbergi fóru svo í myndatöku með bænakonum og svo var veislukvöldmatur. Í seinasta kvöldverðinum er salnum breytt þannig að hvert herbergi situr með sinni bænakonu og borðar ljúffenga Vindó Pizzu. Á meðan að kvöldverðurinn er í gangi eru viðurkenningar gefnar út. Kvöldvakan er í höndum foringjanna og halda þeir uppi fjörinu með sprenghlægilegum leikritum. Við enduðum svo formlega kvöldvöku með að syngja Vindáshlíðar lagið árið 2022, í ár var sænska lagið fyrir valinu og gerður var nýr Vindáshlíðar texti. Í kvöldkaffi var ís og á meðan þær borðuðu það fór Halldóra með tvöfalda kærleiksboðið. Kvöldið endaði svo almennilega með að bænakonur komu inn til þeirra og áttu góða lokastund með þeim.

Við erum rosalega ánægðar með daginn og skemmtu sér allar konunglega.

Ég minni á myndasíðuna okkar inná Flicker þar sem það koma inn nýjar myndir eins fljótt og við fáum þær til okkar. – https://www.flickr.com/photos/kfum-kfuk-island/albums/72177720300401785

Hlíðarkveðjur

Andrea Anna Forstöðukona