Þriðjudaginn 2.ágúst mættu 82 mættu yndislegar stelpur í Vindáshlíð. Margar af þeim höfðu komið áður og margar að koma í fyrsta skipti. Þessi fyrsti dagur byrjaði með samveru í matsalnum þar sem farið var yfir reglur og svo röðuðum niður í herbergi. Það má vel segja að í þessum flokki eru stórir vinkonuhópar mættar saman og minni hópar líka og auðvitað fengu þær að vera saman í herbergi.
Eftir hádegismatinn sem var grjónagrautur var farið í Amazing Race ratleik þar sem stelpurnar áttu að leysa hinar ýmsu þrautir sem þær gerðu virkilega vel. Í kaffitímanum fengu stelpurnar síðan ljúfenga skúffuköku áður en haldið var í fyrstu brennó leikina. Þar keppast herbergin sín á milli í skemmtilegri brennókeppni sem stendur yfir alla vikuna. Einnig var keppt í planka og sipp, hörku keppni á milli herbergja. Í kvöldmatinn var boðið upp á fisk og franskar ásamt meðlæti. Góður matur og tóku stelpurnar vel til matar.
Kvöldvöku fjörið hófst síðan í gær þar sem 3 herbergi sáu um skemmti atriðin og var mikil hlegið og haft gaman. Eftir hlátur og gleði var farið upp í matsal í kvöldkaffi þar sem boðið var upp á ávexti áður en haldið var inn í setustofu í hugleiðingu og kvöldstund. Eftir kvöldstundina var farið í að bursta tennur og hátta, allar stelpur áttu svo að bíða inn á herbergjum þar til þær fengu miða með skilaboðum undir hurðina sína. En það var hluti af leitinni af bænakonunni, en þær þurftu að leita af sinni bænakonu sem verður með þeim alla vikuna. Þetta gerði kvöldið mjög skemmtilegt áður en allir fóru í ró.

Þangað til næst sendum við bestu kveðjur úr Vindáshlíð 😊