Eftir að hafa fengið aðeins lengri svefn eftir skemmtilegt náttfatapartý var morgunmatur aðeins seinna en vanalega eða kl 10. Brennó keppnin hélt áfram – það þurfti aukaleik til að skera úr hvaða herbergi færi í 8 liða úrslitin þvílík spenna. Íþróttakeppnin í dag var: fljótastur að klæða sig í buxur og úrslit í hlaupi í kringum húsið en það voru 6 stelpur jafnar á tíma sem þurftu að hlaupa aftur. Það er sko mikið keppnisskap hérna að það er ekkert gefið eftir. Eftir hádegismatinn (kjötbollur og kartöflumús) var frjálstími í klukkutíma en síðan var haldið afstað í göngutúr að Brúðarslæðu sem er foss hér í nágreninu en þar fengu stelpurnar að vaða þær sem vildu. Þegar til baka var komið var kaffitími og eftir það var haldið áfram með brennó og íþróttakeppni. Þau herbergi sem sáu um kvöldvöku æfðu sín atriði til þess að skemmta okkur hinum. Síðan kom kvöldmatur en það sem var á borðum í gær var Skyr ala Vindáshlíð ásamt brauði. Síðan um kl 20 hófst kvöldvakan með söng, gleði og hlátri. Eftir þessa viku má svo sannarlega segja að það eru miklir hæfileikar í þessum stelpum.

Það var mikilvægt að allar myndu sofna snemma og sofa vel enda stór dagur á laugardag – sjálfur Veisludagurinn. Síðasti heili dagurinn okkar saman í Vindáshlíð.

Fleiri fréttir koma svo inn fljótlega af litríka veisludeginum okkar hér í Vindáshlíð 🙂