Í dag komu tvær fullar rútur af frábærum og flottum stelpum í Vindáshlíð. Gleði og eftirvænting geislaði af hópnum og það eru margir frábærir fjörugir dagar framundan hjá okkur.
Það sem af er degi hefur allt gengið mjög vel. Þetta er flottur hópur og eftir mjög óvísindalega könnun kom í ljós að um þriðjungur hópsins eru stelpur sem eru að koma í fyrsta skipti í Vindáshlíð.
Við byrjuðum á að raða í herbergin og gættum þess auðvitað að allar vinkonur væru saman. Svo fengu allir rölt og kynningu á staðnum og svo fengu þær frjálsan tíma fram að hádegismat.
Í matinn voru kjúklingaleggir, franskar og sallat með og fékk það góðar undirtektir.
Brennókeppnin er að fara í gang, íþróttakeppni líka og svo verður pottþétt góður kvöldmatur.
Við erum byrjaðar að taka myndir og þær munu svo líklega koma inn á myndasíðuna um hádegi á morgun. Ég ætla svo að reyna að setja smá fréttir af okkur á hverjum degi, fyrir alla foreldra og aðra áhugasama sem að vilja fylgjast með þessum flotta hóp 😊
Svo minni ég á að símatíminn forstöðukonu (ég, undirrituð) er milli 11:30 og 12 á daginn og best að ná í mig þá ef eitthvað er.
Með blautum rigningarkveðjum úr Hlíðinni fríðu, Jóhanna K. Steinsdóttir forstöðukona