Á mánudag mættu 42 mjög hressar stelpur til okkar í hlíðina 😊 Veðrið var aðeins að stríða okkur yfir þessa daga enn við létum það ekkert stoppa okkur.  

3.Apríl – Dagur 1  

Á komudegi var byrjað á því að koma sér fyrir og að skreyta herbergin með páskaskrauti. Næst var hádegismatur og voru mexícanskar pönnukökur og voru þær ekkert að kvarta yfir því. Eftir hádegismat var svo farið í svokallaðar Páskakörfur enn í þeim geta þær valið á milli brennó, íþróttakeppna og páskaföndurs. Kaffitíminn var næst og fengu stelpurnar skúffuköku með gulu kremi og litlum páskaeggjum ofaná ásamt dúnmjúkum og ilvolgum kanilsnúðum. Eftir kaffi var frjáls tími og var íþróttahús og föndurherbergi opið, stelpurnar nýttu tímann í að skoða útisvæðið og skemmtu sér konunglega í rigningunni. Í kvöldmatinn fengum við fisk og franskar. Vegna veðursins ákváðum við að hafa það huggulegt saman í kvöldvökusalnum og kveiktum á myndinni Camp Rock og slökuðum á. Dagurinn endaði svo með hugleiðingu og bænaherbergjum eða bænó eins og foringjanir kalla það. Hvert herbergi er með sína bænakonu (foringja) sem kemur inn til þeirra fyrir svefnin og eyðir gæðastund með sínum stelpum.  

 4.Apríl – Dagur 2

Dagurinn hófst með stuð tónlist þar sem foringjar gengu á milli herbergja og vöktu stelpurnar. Við byrjum eins og venjulega á morgunmat og á meðan að þær borðuðu voru foringjar að undirbúa páskaeggjaleit. Stelpurnar fóru inn í herbergin sín á meðan foringjarnir földu egginn og gáfu svo stelpunum merki um að hefja leit. Eftir leitina var farið niður í kvöldvökusal með forstöðukonu þar sem stelpurnar lærðu um páskana. Miklar umræður og spurningar fóru í gang og var áhuginn mikill hjá þeim. Þessi stund var mjög skemmtileg og er hægt að fá stelpurnar til að segja frá því sem þær muna. Næst kom stuttur frjáls tími þar sem margar nýttu í að læra að gera vinabönd. Í hádegismat var Lasagna sem sló svo sannalega í gegn hjá öllum. Eftir hádegi var svo borðskreytingarkeppni þar sem herbergin fengu 40 mín til þess að hanna og búa til skraut á borðin sín og svo skreyta, hver bænakona var í liði með sínu herbergi og er spennann mikil hver vinnur þessa keppni. Til þess að hjálpa páskaandanum þá borðuðu þær páskaeggin sín á meðan að keppnin var í gangi. Eftir keppnina fóru þær í Amazing Race sem er einskonar ratleikur um svæðið þar sem þær verða að klára ýmsar þrautir á mismunandi stöðum innan tímaramma. Eftir að þær kláruðu leikinn komu þær inn og fóru beint inn í kaffi, þar fengu þær ljúffegna súkkulaðiköku og kryddbrauð. Næst tók við Páskahátíðardagskrá sem byrjaði á vinagangi. Á vinagangi geta stelpurnar boðið hver annarri í heimsókn til sín í mismunandi stöðvar sem þær velja sjálfar, meðal þeirra sem var í boði var nudd, naglalökkun, förðun, bangsapössun og sjálfsmyndarteikningar. Nú var tíminn til að fara í fínu fötin og í myndatöku með bænakonum og var veðrið á meðan mjög gott. Í kvöldmatinn var Vindáshlíðar pizza og borðuðu allar hana mjög vel. Í kvöldvöku voru svo foringjar með fyrsta flokks dagskrá skipulagða, stelpurnar hlógu og hlógu og skemmtu sér rosalega vel. Þegar kvöldvakan kláraðist héldu stelpurnar að nú væri fjörið búið enn foringjarnir voru með eitt annað skipulagt fyrir þær. Þær komu allar inn í setustofu tilbúnar í hugleiðingu og byrjaði Andrea forstöðukona að segja þeim sögu þegar allt í einu byrjaði hávær tónlist að heyrast úr matsalnum. Foringjarnir opnuðu skilrúmið og hófst náttfatapartý. Stelpurnar stukku uppá borð eins og hefðin er í þessum partýum og dönsuðu eins og enginn væri morgundagurinn. Eftir allann dansinn var farið aftur inn í setustofu og hét skemmtuninn áfram og endaði með að þær fengu ís. Þá var dagskráin að klárast og byrjaði bænó. Dagurinn gekk frábærlega og voru stelpurnar alltaf til í eitthvað fjör með okkur.  

 

5.Apríl – Dagur 3 

Eftir mikið fjör í gær voru mjög þreyttar stelpur sem vöknuðu við tónlist og foringja að syngja. Byrjuðum á morgunmat og svo fóru þær allar beint út í íþróttahús í foringjabrennó. Eftir að þær voru búnar að hlaupa um í dágóðann tíma komu þær til baka í hádegismat. Í matinn voru ýmsir afgangar úr flokknum og voru þær mjög ánægðar að geta valið á milli. Næst fórum við allar saman inná gang og pökkuðum niður með frábæra tónlist í gangi. Þá var komið að erfiðasta tímanum kveðjustund með bænakonum. Bænakonur eyddu tíma með sínum stelpum og svo var farið upp í rútu og lagt af stað í bæinn.  

Frábær flokkur að enda kominn og erum við allar sem vinnum hér í Vindáshlíð mjög þakklátar fyrir stelpurnar og vonumst til að sjá sem flestar aftur í sumar.  

 

Kveðja  

Andrea Anna Forstöðukona.  

Myndir koma inná Flick í dag